Fasteignamarkaður - Myndir
Fasteignamarkaður - Myndir
© BIG (VB MYND/BIG)
Í júnímánuði var alls 726 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst hér á landi. Þetta eru nokkuð færri leigusamningar en var þinglýst í júní í fyrir ári, en þá voru þeir 830 talsins. Fækkunin er 12,5% milli ára. Þetta er heldur meiri samdráttur á milli ára en mælst hefur undanfarna mánuði. Sé tekið mið af fyrstu 6 mánuðum ársins þá eru þeir um 4,8% færri nú í ár en í fyrra og miðað við árið 2009 hefur þeim fækkað um 7,9%. Þá hefur hefur alls verið þinglýst 4.372 leigusamningum um íbúðarhúsnæði á fyrsta helmingi ársins.

Þróunin er í takti við þróunina á fasteignamarkaði þar sem þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fjölgar stöðugt frá síðustu tveimur árum. Þó er óhætt að segja að enn sé töluverð sókn í leiguhúsnæði miðað við sem áður var. Þannig var að meðaltali 2.200 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á fyrstu 6 mánuðum ársins fyrir hrun, þ.e. á árunum 2005-2008, eða um helmingi færri en nú í ár.