Umræða um leigumarkaðinn hefur verið áberandi síðustu misseri. Hagsmunasamtök hafa ítrekað bent á lakari kjör leigjenda þar sem leiguverð hafi vaxið upp úr öllu valdi. Það virðist þó ekki alls kostar rétt.

Sé rýnt í tölurnar sést að leiguverð hefur ekki haldið í ýmsar aðrar stærðir, t.d. fasteignaverð. Sé fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu tekið sem dæmi hefur vísitala íbúðaverðs frá desember 2019 til mars 2023 hækkað um 50,2 prósent á meðan vísitala leiguverðs hækkaði um 16,8 prósent. Á föstu verðlagi hefur íbúðaverð hækkað um 22,4 prósent en leiguverð lækkað um 4,8 prósent.

Þá hefur leiguverð ekki þróast í takt við laun ef litið er á sama tímabil. Launavísitalan hækkaði um 31,2 prósent, um 6,9 prósent á föstu verðlagi og hefur leiguverð því sem hlutfall af launum lækkað um ellefu prósent.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði