Líffæragjafakort svo kölluð hafa ekki lagalegt gildi í þeim skilningi að ættingjum sé skylt að hlíta vilja líffæragjafa, að því er fram kom hjá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag.

Samkvæmt upplýsingum ráðherra hafa til þessa dags rúmlega hundrað og fimmtíu Íslendingar hafa fengið grædd í sig nýru, bæði frá lifandi og látnum gjöfum. Þá hafa alls 10 einstaklingar fengið 11 hjartaígræðslur og 26 einstaklingar fengið lifrarígræðslur. Þá hefur 151 einstaklingur fengið 169 nýrnaígræðslur þar af 96 frá lifandi gjöfum en 73 frá látnum gjöfum.

Ráðherra sagði fjöldi útgefinna líffæragjafakorta væri óþekktur en landlæknisembættið hefði um langt skeið gefið út kort sem, sem einstaklingar geta fyllt út og gengið með á sér og á þann hátt geta þeir upplýst um afstöðu sína til líffæragjafa.  Viðkomandi getur ýmist heimilað að líffæri hans séu nýtt til líffæragjafar, einstaklingurinn getur einnig undanskilið ákveðin líffæri og sömuleiðis getur viðkomandi lýst yfir að hann heimili ekki líffæragjöf.

„Fjöldi þessara korta er ekki þekktur og hvergi skráður, þau geta bæði týnst og slitnað, þannig að sá heildarfjöldi korta sem einstaklingar ganga með á sér er ekki þekktur,” sagði Guðlagur.