Ekki þarf að orðlengja þær miklu breytingar sem netið hefur haft á fjölmiðlun, fyrst á prentmiðla með tilkomu netmiðla, en þeirra gætir í æ meiri mæli á sjónvarp, en útvarpið virðist (enn) nokkuð ónæmt fyrir samkeppni hlaðvarps (e. podcast).

Þetta má vel sjá af feikilegum uppgangi Netflix á Íslandi síðustu ár, en nú hafa 72% landsmanna aðgang að Netflix, samkvæmt könnun MMR, og fer enn fjölgandi. Þess er varla langt að bíða að Apple og Amazon hefji innreið sína á þann markað hér á landi. Sem aftur vekur áleitnar spurningar um línulega dagskrá RÚV og Stöðvar 2 í framtíðinni.