Litaver var fyrsta fyrirtækið sem bókaði sendingu í gegnum eBox, hina nýju þjónustu Eimskips á netinu, sem tekin var í notkun á 99 ára afmæli félagsins, 17. janúar síðastliðinn. Í tilefni af því kíktu þeir Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu Eimskips, og Gunnar Ragnarsson viðskiptastjóri í flutningsmiðlun, í heimsókn til Péturs Guðmundsssonar, framkvæmdastjóra Litavers, með glaðning.

Fram kemur í tilkynningu frá Eimskipi að eBOX er nýjung á flutningamarkaði en þessi nýja þjónusta býður upp á hraðari og einfaldari lausnir til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Hún gefur einnig viðskiptavinum í fyrsta sinn á Íslandi kost á að reikna verð í flutningskostnað á netinu.

Þá segir í tilkynningunni að Pétur Guðmundsson var ánægður með heimsóknina og sagði að ebox.is væri mjög góð nýjung sem væri mjög einföld í notkun og muni koma til með að létta honum lífið í framtíðinni. Matthías segir að viðtökurnar á eBox hafi verið ánægjulegar.