Lítil þekking erlendis á íslensku efnahagslífi gerir það að verkum að umfjöllunin er oft neikvæð. Þetta sagði Gregory Miller, prófessor við Harvard Business School, í ræðu sinni á fundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York fyrr í dag.

Þá sagði hann að áfram yrði erfitt árferði á fjármálamörkuðum og hugsanlega þá lengst í Bandaríkjunum. Hann sagði hins vegar að á Íslandi væru hugsanlega fjárfestingatækifæri fyrir þá sem þekktu til.