Laun hækkuðu að meðaltali um 1,2% á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 1,5% en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,4% að meðaltali.

Frá fyrra ári hækkuðu laun um 4,6%, þar af 5,7% á almennum vinnumarkaði og 1,9% hjá opinberum starfsmönnum. Hagstofan birtir vísitölu launa í dag.

Frá fyrri ársfjórðungi hækkuðu laun sérmenntaðs starfsfólks mest eða um 1,9%. Laun iðnaðarmanna og verkafólks hækkuðu minnst, um 1,2%.

Laun stjórnenda hækkuðu minnst frá fyrra ári. Á 2. ársfjórðungi var mest hækkun í launum þjónustu-, sölu-, og afgreiðslufólks.