*

mánudagur, 1. mars 2021
Innlent 9. nóvember 2012 09:24

Liv Berþórsdóttir Markaðsmaður ársins

ÍMARK verðlaunar framkvæmdastjóra Nova og Marel.

Ritstjórn
Liv Berþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova.
Haraldur Guðjónsson

Liv Berþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, hlaut Íslensku markaðsverðlaunin sem Markaðsmaður ársins og Marel sem Markaðsfyrirtæki ársins hjá ÍMARK á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin. 

Ræðumaður dagsins var Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sölu- og Markaðssviðs Icelandair en Icelandair var markaðsfyrirtæki síðasta árs. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríus og formaður dómnefndar á Markaðsmanni ársins, og Þórhallur Guðlaugsson, forstöðumaður BS í markaðsfræði og alþjóðaviðskipta við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður dómnefndar á Markaðsfyrirtæki ársins, héldu erindi í tilefni dagsins.

Fram kemur á vef ÍMARK, sem hefur afhent Íslensku markaðsverðlaunin undanfarin 22 ár, að eins og á fyrri árum hafi aðsókn á viðburðinn í gær verið mjög góð enda veki afhendingin ávallt athygli í íslensku viðskiptalífi.

Auk Marel voru Mjólkursamsalan og Ölgerðin tilnefnd til Íslensku Markaðsverðlauna. Þessi fyrirtæki hafa sýnt frábæran árangur hvert á sínu sviði og mjög faglegt markaðsstarf.

Nova var þá þriðja fyrirtækið sem Liv starfaði hjá sem hefur verið valið Markaðsfyrirtæki ársins. 

Nánar um markaðsverðlaunin