Hlutabréf lækkuðu í Bandaríkjunum í dag, þriðja daginn í röð. Afkomuviðvörun frá J.C. Penny Co. hafði neikvæð áhrif og hagtölur gáfu vísbendingu um samdrátt, að því er fram kemur hjá Dow Jones fréttaveitunni.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,7%, Nasdaq um 0,9% og S&P 500 um 0,8%.

Verð á hráolíu í New York Mercantile Exchange lækkaði um 2,05 dali í 105,53 dali tunnan.

Gullverð lækkaði hratt með styrkingu dalsins, eða um 1,9% í 930,60 dali únsan.