Lokaauglýsingar kosningabaráttu Hillary Clinton og Donald J. Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á morgun, þann 8. nóvember, beita fyrir sér algerlega sinni hvorri aðferðinni til að ná til kjósenda.

Í síðustu auglýsingu Hillary beitir hún þeirri aðferð sem felst í orðum Michelle Obama frá landsþingi Demókrataflokksins „þegar þeir ráðast undir beltisstað, tökum við hærri leiðina.“

Myndbandið sem heitir „ Roar “ eða öskur verður birt í Arizona, Colorado, Florida, Iowa, Michigan, Neveda, New Hampshire, North Carolina, Ohio, Pennsylvania og wisconsin, er með jákvæða tónlist og talar gegn hatri og fyrir plánetunni.

Í lokamyndbandinu frá Trump sem heitir „ Donald Trump´s Argument for America “ er hins vegar á allt öðrum nótum, þar sem hann kallar Hillary spillta og lýsir ömurlegu atvinnuástandi í framleiðsluiðnaðinum í landinu.