Lýstar kröfur í þrotabú Baugs eru ríflega 316 milljarðar króna, þar af veðkröfur ríflega 123 milljarðar króna. Forgangskröfur eru 78 milljarðar króna og almennar kröfur 170 milljarðar króna.

Eftirstæðar kröfur eru 22,5 milljarðar króna. Hér er um að ræða stærsta þrotabú Íslandssögunnar ef horft er framhjá gjaldþrotum viðskiptabankanna.

Í yfirlýsingu frá Erlendi Gíslasyni skiptastjóra kemur fram að á næstunni munu skiptastjórar fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra og ganga frá endanlegri kröfulýsingaskrá. Því er ekki um endanlega kröfuskrá að ræða.