Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segir að það hafi verið eftir hans daga hjá bankanum sem lán var veitt til Björgólfsfeðga.

Tilkynningin er eftirfarandi: ,,Að gefnu tilefni vill undirritaður árétta að lán Búnaðarbanka Íslands til Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgúlfssonar og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu, var veitt í apríl 2003. Þá hafði ríkið selt bankann og nýir eigendur skipað nýtt bankaráð.  Síðar var Búnaðarbankinn sameinaður Kaupþingi."