Malcolm Walker, forstjóri bresku matvörukeðjunnar Iceland Foods hefur keypt brugghússið Catco í Borgarnesi af Ölgerðinni og ætlar að auka útflutning á sterkum vínum úr íslensku vatni til Bretlands.

Catco framleiðir meðal annars Reyka-vodka.

DV greinir frá því í dag að Walker sé aðalfjárfestirinn á bak við kaupin og hafi Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, veitt honum ráðgjöf um kaupin. Lárus kom að kaupum Baugs Group og fleiri fjárfesta á bresku fyrirtækjasamstæðunni Big Food Group árið 2005. Innan samstæðunnar var matvöruverslunin Iceland.

Í DV segir jafnframt að nýr framkvæmdastjóri Catco sé Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Glitnis og vinur Lárusar.