Töluverðar mannabreytingar hafa orðið hjá Hitaveitu Suðurnesja undanfarið. Friðrik Friðriksson, veitustjóri í Vestmannaeyjum, flytur upp á land og tekur við nýju starfi sem yfirmaður framleiðslustjórnunar hjá Hitaveitu Suðurnesja og sölu á orkusviði. Sigurjón Ingólfsson mun taka við sem veitustjóri í Eyjum þegar Friðrik fer og Ívar Atlason mun sjá um vatns- og hitaveituna.

Hugsanlegt er að aukin verkefni komin til Eyja í kjölfar kaupa Hitaveitu Suðurnesja á rafveitunni á Selfossi þar sem gert er ráð fyrir að yfirumsjón rafmagnsmála þar og í Eyjum verði sameiginleg.