Tíu þúsund manns hafa náð í Krónu-appið. Með appinu geta viðskiptavinir verslunarinnar Krónan keypt inn í snjallsímum og spjaldtölvum. Með því er m.a. hægt að skoða vöruúrvalið, sjá hvaða tilboð eru í gangi, búið til innkaupalista og sent smáskilaboð (SMS) eða tölvupóst.

Hægt er að nálgast appið í App-store Apple og forritaverslun Google.

Haft er eftir Berglindi Ósk Ólafsdóttur, markaðssstjóra Kaupáss, í tilkynningu að það komi á óvart hversu vinsælt appið sé.

„Það kom okkur alveg á óvart að appið myndi verða svona vinsælt strax, þannig að við erum hæst ánægð með þessi viðbrögð." segir hún.