Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, segir löggjöf samkeppnismála hérlendis flókna og erfiða, og ekki fyrir hvern sem er að ná utan um. „Samkeppniseftirlitið hefur gríðarleg völd. Við höfum séð þau fara inn í fyrirtæki og gera upptæk gögn. Í dag liggja gríðarlega mikil viðurlög við brotum á samkeppnislögum,“ segir hún.

„Við höldum námskeið fyrir starfsfólk okkar þar sem farið er yfir löggjöfina, til þess að tryggja að þau séu ekki brotin. Hins vegar skortir hjá íslenskum samkeppnisyfirvöldum að geta fengið álit þeirra, rétt eins og hægt er í skatta- og tollamálum. Þetta er ekki til staðar í núverandi lögum. Ég held að almennt vilji stjórnendur fyrirtækja fylgja lögunum. Það er því mikil synd ef stjórnendur verða fyrir því að brjóta lögin og fá á sig háar sektir.“

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins má finna ítarlegt viðtal við Margréti. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.