Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs hækkuðu í dag í kjölfar vangaveltna um hugsanlega sölu á fjárfestingabankanum Lehman Brothers. Nú er svo komið að hlutabréf fjármálafyrirtækja hafa ekki lækkað jafnmikið í Bandaríkjunum síðan snemma á sjöunda áratugnum. Bloomberg segir frá þessu.

S&P-500 hækkaði um 0,9% og Dow Jones um 1,6%.

Gengi Lehman Brothers hefur lækkað um 80% frá ársbyrjun, en við tíðindi dagsins hækkuðu bréfin um 13%. Korea Development Bank lýsti yfir áhuga á að taka fjárfestingabankann yfir. Citigroup hækkaði um 2,5%, Bank of America og JPMorgan um meira en 2,5%.

Ásamt þessum tíðindum kvað við jákvæðari tón hjá seðlabankastjóranum Ben Bernanke, en hann gaf til kynna betri verðbólguhorfur í máli sínu í dag.

Olíuverð lækkaði um 5,4% í dag.