Stofnuð hefur verið Markaðsstofa Suðurnesja en tilgangur hennar er að innleiða faglegt og samræmt markaðsstarf meðal ferðaþjóna á Suðurnesjum, byggja upp öflugan gagnabanka um hvaðeina er lýtur að þjónustu við ferðamenn og markaðssetja Suðurnes og Reykjanesið fyrir ferðamönnum.

Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu en þar kemur fram að Markaðsstofan mun einnig hafa með höndum samskipti við opinbera aðila eins og Ferðamálastofu um markaðssetningu svæðisins erlendis og innanlands.

Fyrsta stjórn Markaðsstofu Suðurnesja hefur verið skipuð sem eru þeir Reynir Sveinsson Sandgerði formaður, Óskar Sævarsson Grindavík varaformaður og Kristján Pálsson Reykjanesbæ. Framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar verður Kristján Pálsson.

Sjá nánar vef Ferðamálastofu.