Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,1% í morgun og er 7384 stig. FTSE í London og S&P 500 hafa lækkað óverulega en Nasdaq hefur lækkað um tæp 2%.

Mestar hækkanir í morgun eru hjá Atlantic Petrole [ FO-ATLA ] 2,9%, Teymi [ TEYMI ] 2.3%, Kaupþing [ KAUP ] 2.8%, 365 hf [ 365 ] 2.6%, Teymi [ TEYMI ] 2.3% og Flögu [ FLAGA ] 1.7%.

Mest lækkun í morgun er hjá Føroya Banka [ FO-BANK ] 3.3%, Icelandic Group [ IG ] 1.%, Bakkavör [ BAKK ] 0.3% og Landsbankinn [ LAIS ] 0.2%.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í morgun er 6.180.596 krónur.