Þriðji ársfjórðungurinn hjá Glitni kom vel út. Tekjur bankans hafa aldrei verið meiri en á tímabilinu, undirmálslánakrísan virðist nánast engin áhrif hafa haft á bankann, áframhaldandi vöxtur þóknanatekna og aukning heildarútlána sem jukust um 145 milljarða á seinni hluta fjórðungsins. Glitnismenn fara því bjartsýnir inn í síðasta fjórðunginn. Þetta er fyrsta uppgjörið þar sem Lárus Welding stýrir bankanum frá upphafi til enda en hann tók við af Bjarna Ármannssyni snemma á þessu ári.

Af því tilefni fékk Viðskiptablaðið Lárus Welding í spjall til að ræða málin hjá bankanum, framtíð hans og framtíð landsins.