*

föstudagur, 5. júní 2020
Neðanmáls 24. desember 2019 11:04

Mest lesið neðanmáls árið 2019: 6-10

Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sér hlutina oft í öðru ljósi en flestir. Hér eru nokkrar af vinsælustu myndum ársins.

Jóhann Óli Eiðsson
Aðsend mynd

Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sér hlutina oft í öðru og skondnara ljósi en við hin. Í hverri viku ársins hefur birst eftir hann teikning í Viðskiptablaðinu þar sem hann skopstælir atburði líðandi stundar. Hér að neðan eru fimm myndir sem voru í hópi þeirra vinsælustu á árinu sem er að líða. 

6. Ráðherra skiptir um skoðun - 10. janúar

Áform Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, um álagningu veggjalda til að flýta fyrir framkvæmdum í vegakerfinu voru talsvert milli tannanna á fólki. 

7. Sannspár náungi - 11. apríl

Blað var brotið í sögu stjarneðlisfræðinnar á árinu þegar upplýst var að hópur vísindamanna hefði afrekað það að taka fyrstu myndina af svartholi í fjarlægri vetrarbraut. Með myndinni tókst að sanna ákveðinn þátt sem leiddi af afstæðiskenningu Albert Einstein en samkvæmt henni eru til svo massamikil fyrirbæri að ekki einu sinni ljós gæti sloppið frá þyngdarkrafti þeirra.

8. Beðið eftir Kötu - 31. janúar

Kjaraviðræður settu svo sannarlega svip sinn á fyrstu mánuði ársins en framan af var allt í hnút. Bæði atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin beið um skeið eftir tillögum stjórnvalda til að liðka fyrir samningaviðræðum.

9. Alltaf vongóðir... - 2. maí

Hálfgert gullgrafaraæði greip um sig eftir fall Wow air og virtust allir og amma þeirra hafa fengið þá hugmynd að stofna lággjaldaflugfélag sem fylla átti í skarðið.

10. Hamfaraþrá - 7. febrúar

Það hefur lengi loðað við Íslendinga að kunna sér ekki hóf.