Velta með krónu á millibankamarkaði hefur aldrei verið meiri í einum mánuði en í júlí síðastliðnum, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Veltan með krónur á millibankamarkaði nam 248 milljörðum króna í mánuðinum, samkvæmt hagtölum Seðlabankans.

„Mikið stökk er á milli mánaða en veltan hefur verið í algjöru lágmarki undanfarna mánuði og nam tæpum 31 milljarði króna í júní,“ segir greiningardeildin.    „Miðað við þá veltu sem verið hefur undanfarna mánuði má gera ráð fyrir að innlánsstofnanir hafi haldið að sér höndum hvað varðar lán sín á milli í kjölfar þrenginga á fjármálamörkuðum," segir hún.

Á sama tíma og velta á millibankamarkaði hefur aukist hefur vaxtamunur á markaði með gjaldeyrisskiptasamninga hækkað, að sögn greiningardeildarinnar.