Lenovo, stærsti framleiðandi PC tölva í heimi, náði methagnaði á þriðja fjórðungi reikningsárs síns. Ástæðan er aukin sala á fartölvum og farsímum í nýmarkaðsríkjum.

Í ársreikningi, sem BBC greinir frá , segir að hagnaður hafi aukist um 30% og farið upp í 265 milljónir dollara. Sérfræðingar bjuggust við því að hagnaðurinn yrði 247 milljónir dollara. Tekjur jukust um 15% og voru 10,8 milljarðar dala. Helsta skýringin er söluaukning í Kína.

Fyrirtækið hefur varað við því að fjármál þess muni versna vegna kaupa á hluta af framleiðslu IBM og farsímaframleiðslu Motorola.