*

fimmtudagur, 28. október 2021
Innlent 25. janúar 2014 10:57

Mið-Ísland selur miða fyrir 13-18 milljónir

Meðlimir Mið-Íslands eru fimm með fólk í vinnu.

Ritstjórn
Ari Eldjárn er einn fimmmenninganna í Mið-Íslandi.

Uppistandshópurinn Mið-Ísland hefur selt um sex þúsund miða á sýningar sínar í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir á bilinu 13-18 milljónir króna. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Uppistandshópurinn seldi tíu þúsund miða í fyrra. Halldór Halldórsson, löngum þekktur sem Dóri DNA, segir í samtali við blaðið stefna í að sýningarnar fari úr 38 í fyrra í 50 á þessu ári. 

„En maður er ekkert að fara að kaupa sér nýjan bíl fyrir þetta því við erum með fólk í vinnu og svo deilist þetta í fimm hluta,“ segir hann.

Mið-Ísland fagnar fimm ára starfsafmæli. Hópurinn byrjaði á Prikinu en færði sig yfir í Þjóðleikhúskjallarann fyrir tveimur árum og síðan á stóra sviðið. Í fyrra flutti hópurinn sig aftur niður. Dóri telur líklegt að sýningum ljúli í mars.

Stikkorð: Mið-Ísland