Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH) hafa lánað meira til sjóðfélaga á fyrstu sex mánuðum ársins 2005 en yfir allt árið í fyrra, sem þó var næstbesta ár sjóðanna frá upphafi hvað útlán varðar. Útlán sjóðanna á tímabilinu janúar til júní 2005 námu 4,6 milljörðum króna en voru tæplega 4,6 milljarðar króna yfir allt árið 2004. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2004 námu útlán rúmum 1,7 milljörðum króna sem þýðir að aukningin á fyrri helmingi þessa árs nemur 165%.

Á sama tíma og útlán hafa aukist hefur dregið verulega úr uppgreiðslum á eldri lánum hjá sjóðunum. Nettó útlán sjóðanna það sem af er árinu 2005 námu rúmlega 1,7 milljarði króna en voru 213 milljónir króna á öllu árinu 2004, sem skýrist af miklum uppgreiðslum á síðasta þriðjungi ársins í fyrra.

Á milli ára hefur fjöldi nýrra lána aukist um 35% og þá hefur meðalfjárhæð lána tvöfaldast á sama tíma, eða úr 2,5 milljónum króna í 5 milljónir króna.

Byggt á frétt á heimsíðu Landssambands lífeyrissjóða.