Breska ríkisútvarpið BBC hefur tilkynnt áætlun um að skera niður 415 störf á fréttstöð sinni þetta er hluti af niðurskurði til þess að spara 800 milljónir punda, eða sem nemur 157 milljörðum íslenskra króna.

Í stað starfana sem verða skorin niður verða sköpuð 195 ný störf og því nemur niðurskurðurinn í raun 220 störfum. Vonast er til að fækkun starfsmanna muni leiða til sparnaðar sem nemur 48 milljónum punda á ári, eða sem nemur 9,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir árið 2016/2017.

Blaðamenn og tæknimenn hafa efnt til tólf tíma verkfalls til að mótmæla lágum launum næsta miðvikudag samtímis opnun Commonwealth leikjanna í Bretlandi.

Búist er við fækkunum í öðrum deildum BBC á næstunni meðal annars í sjónvarpsdeild BBC.