Óttinn við að krónan myndi hrynja algerlega haustið 2008 var ekki á rökum reistur. Fjárfestar sem kosið hefðu að fara úr krónunni á þeim tíma hefðu orðið fyrir afar miklu tapi í samanburði við það að bíða eftir því að stöðugleiki kæmist á efnhagsástandið og að krónan styrkist aftur. Þegar upp var staðið náði krónan langtímajafnvægi sínu fljótlega eftir hrunið 2008.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri grein hagfræðinganna Jóns Daníelsson og Ragnars Árnasonar í veftímaritinu Vox en hún ber heitið: Gjaldeyrishöft eru einmitt röng í tilviki Íslands. Í henni gagnrýna þeir AGS fyrir að hafa beitt gamaldags úrræðumí formi gjaldeyrishafta.

Ragnar og Jón telja að nauðsynin á og rökin fyrir gjaldeyrishöftunum sem hafi verið komið á að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið illa ígrunduð og hafi haft skaðleg áhrif á íslenska hagkerfið til bæði lengiri og skemmri tíma litið. Upphaflega hafi þau átt að vera tímabundin en nú þremur árum síðar sé ekki útlit fyrir annað en gjaldeyrishöftin séu komin til að vera og eftir því sem íslenska hagkerfið lagi sig að þeim þeim verði kostnaðarsamara að aflétta þeim.