Mugiboogie ehf. sem er útgáfufélag tónlistarmannsins Mugison, tapaði 1,9 milljónum króna á árinu 2010.

Mugiboogie er í eigu Arnar Elíasar Guðmundssonar, Mugison, sem á 95% hlut og föður hans, Guðmundar M. Kristjánssonar, sem á 5% hlut.

Mugison seldi vörur fyrir rúmlega sex milljónir á árinu 2010 en rúmlega níu milljónir árið áður en þá var rúmlega tveggja milljóna króna tap á félaginu. Eigið fé er neikvætt um tæplega sex milljónir í lok ársins 2010.

Mugison sló í gegn með disk sínum Haglél árið 2011 þannig að gera má ráð fyrir að ársreikningur síðasta árs líti betur út.