Félagið Ægisíða ehf hefur keypt lóð og fasteignir N1 við Ægisíðu 102 í Reykjavík. Þar hefur lengi verið rekin bensínstöð og dekkjaverkstæði. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að félagið Ægisíða ehf sé í eigu einkafjárfesta og hafi þeir áform um að reisa á lóðinni lágreista íbúðabyggð, að hámarki tveggja hæða blokk.

Þá segir í blaðinu að bókfærður söluhagnaður N1 nemi að lágmarki 260 milljónum króna.