Frumvarp um nauðasamninga Frjálsa verður kynnt á kröfuhafafundi þann 28. nóvember næstkomandi, segir í Lögbirtingablaðinu. Á fundinum mun atkvæðagreiðsla um frumvarpið fara fram.

Í tilkynningunni segir að frumvarpið muni liggja frammi á skrifstofu félagsins, ásamt skýringargögnun í tvær vikur fyrir fundinn, til athugunar fyrir kröfuhafa og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Jafnframt mun þar liggja frammi á sama tíma skrá yfir atkvæðismenn, þ.e. þá kröfuhafa sem atkvæðisrétt eiga um nauðasamningsfrumvarpið.

Frjálsi var í eigu SPRON frá því í lok árs 2002. Á vef þrotabúsins segir að við fall SPRON hafi lokast fyrir stuðning móðurfélagsins við fjármögnun Frjálsa. Þegar fyrirséð var að greiðsluörðugleikar félagsins liðu ekki hjá á skömmum tíma var óskað eftir slitum á honum.