Hálendið á Íslandi er einn þeirra fimmtíu staða sem New York Times mælir með að fólk heimsæki á árinu. Þar er sagt að náttúruundur séu í útrýmingarhættu. Það sé mikilvægt að sjá þau áður en þau hverfi.

Í textanum eru Þjórsárver tekin sem dæmi. Nú sé ríkisstjórnin búin að endurvekja hugmyndir um að virkja á þjórsárverum. Vitnað er í Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Ef þeir fara yfir á þetta svæði verður engin leið til að stoppa þá í að rústa votlendinu í heild sinni“ segir hann í samtali við blaið.

Þá segir New York Times frá því að til standi að afnema lög um náttúruverndaáætlun. Það sé því kjörið tækifæri að skella sér til Íslands núna í ár, vilji menn njóta náttúrufegurðarinnar á Íslandi.