Japanski bílaframleiðandinn Nissan áætlar að hefja sölu á tugi nýrra rafbílategunda innan þriggja ára og vill þar að auki selja um 1 milljón bíla.

Nissan lækkaði söluspá sína á heimsvísu í febrúar niður í 3,55 milljónir seldra bíla fyrir árið en upphaflegar spár gerðu ráð fyrir 3 milljónum seldum eintökum.

Samkvæmt fréttamiðlinum WSJ áætlar bílaframleiðandinn einnig að auka samstarf sitt við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Japan. Nissan hefur undanfarið verið að endurmóta stefnu sína á heimsvísu í samræmi við samstarf við Mitsubishi og Renault.

Þá hefur Nissan einnig skoðað samstarf við Honda en fyrr í mánuðinum sögðu fyrirtækin að þau myndu vinna saman að framleiðslu rafbíla og hugbúnað.