Mikill samdráttur var á hagnaði sænska heimilistækjaframleiðandans Electrolux á öðrum fjórðungi.

Kostnaður við endurskipulagningu og minnkandi sala bitnuðu á afkomunni. Hagnaðurinn á fjórðungnum nam einungis 99 milljónum sænskra króna en var 545 milljónir á sama tíma í fyrra.

Forráðamenn félagsins búast þó við að hagnaðurinn verði af rekstrinum á árinu og að hann verði á bilinu 3,3 til 3,8 milljarða sænskra króna.