Finnski símarisinn Nokia mun markaðssetja og selja íslenskan gítarstilli á alþjóðavísu.

Þetta kemur fram á vef Háskóla Íslands (HÍ) en um er að ræða hugbúnaðarlausn sem er afsprengi meistaraverkefnis Guðmundar Freys Jónassonar nema í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.

Guðmundur þróaði lausnina í samvinnu við leiðbeinanda sinn, Jóhann P. Malmquist prófessor við Háskóla Íslands.

Í stuttu máli gerir gítarstillirinn notendum kleift að stilla gítar með aðstoð farsímans.

Sjá nánar á vef HÍ.