Hlutabréf lækkuðu töluvert í Asíu í dag og hefur MSCI Kyrrahafs vísitalan, sem lækkaði um 1,8% í dag, ekki verið lægri í um ársfjórðung að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Vísitalan hefur lækkað um 13% það sem af er þessi ári og hefur að sögn Bloomberg ekki lækkað jafn mikið á fyrri helmingi árs í 16 ár eða árið 1992.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 2%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,8% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 1,3%.

Í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 1,7% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 1,3%.