Í dag á OMX Nordic Exchange árs afmæli. Á þessu fyrsta ári hefur miklum árangri verið náð, skráð félög í Nordic Exchange hafa öðlast aukinn sýnileika, kauphallaraðilar fengið skilvirkara aðgengi og fjárfestar úr meiru að velja, jafnframt því sem auðveldara hefur verið að bera saman hlutabréf þótt um mun fleiri bréf sé að ræða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

?Markmið okkar var að skapa stærri og betri markað. Við sýndum svo ekki var um villst að við gátum vaxið og höfum útvegað þann búnað sem gerir okkur auðveldara um vik að starfa á einum markaði. Nordic Exchange er nú fimmta stærsta kauphöllin í Evrópu og 75,000 tenglar sem birta markaðsupplýsingar í rauntíma gera hana eins sýnilega og kostur er á meðal fjárfesta,? segir Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Marketplaces.

Í fréttatilkynningu kemur að sá árangur sem Nordic Exchange hefur náð á fyrsta starfsárinu er:

? Meiri heildarvöxtur markaðsvirðis en hjá nokkurri af hinum sex stærstu kauphöllum í Evrópu, úr 797 milljörðum evrum í 1.083 milljarða evra
? Skráðum félögum hefur fjölgað úr 739 í 838
? Daglega velta hefur aukist úr 4 milljörðum í 5,3 milljarða evra
? Fjöldi daglegra viðskipta hefur aukist úr 120.00 í 183.000
? Heildarvirði norrænna sjóða hefur aukist um 52%
? Kauphallaraðilum hefur fjölgað úr 153 í 161
? Markaðshlutdeild fjaraðila hefur aukist um meira en 40%
? Upplýsingaveitum hefur fjölgað úr 88 í 107

Þetta tókst með því að samþætta fjármálamarkaði Norðurlandanna og stofna Nordic Exchange sem nú er með:

? Sameiginlegt viðskiptakerfi
? Sameiginlegar reglur um viðskipti í kauphöllunum okkar
? Sameiginlegar reglur um skráningarskilyrði
? Sameiginlegan aðalmarkað með sömu skiptingu í stór, meðalstór og smærri félög og einnig sömu atvinnugreinaflokkun
? Sameiginlegar norrænar vísitölur
? Sameiginlega hliðarmarkað - First North

?Við erum auðvitað bara rétt að fara af stað. Ýmsar nýjungar eru í þróun hjá Nordic Exchange, einkum er þó lögð áhersla á að beina sjónum fjárfesta að Norðurlöndunum. Samkvæmt athugunum sjáum við að hinn almenni norræni fjárfestir er nú tilbúinn til að huga betur að þessum markaði. En til að það megi takast verður að eiga sér stað náin samvinna á meðal allra hagsmunaaðila á norræna fjármálamarkaðnum. Og hér eftir sem hingað til er það hinn einbeitti vilji okkar til að vera fremstir í flokki sem stýrir ferðinni,? segir Jukka Ruuska.

Í dag er Nordic Exchange:

? Stærsta kauphöll Evrópu í upplýsingatækni.
? Næststærsta kauphöll Evrópu í iðnaðargeira.
? Stærsta kauphöll í heimi í pappírsiðnaði.
? Næststærsta kauphöll í heimi í tískugeira.
? Þriðja stærsta kauphöll í heimi í iðnaðarframleiðslu.