Flestir Norðmenn gera nú ráð fyrir að verð á húsnæði muni lækka enn meira en það hefur lækkað um 7% á einu ári. Níu af hverjum tíu Norðmönnum telja að verðið eigi eftir að lækka enn frekar eða meira en 5% að því er kemur fram í könnun sem norski viðskiptavefurinn e24 lét gera. Um einn af hverju þremur Norðmönnum telur að húsnæðislækkunin muni standa í nokkur ár. Þá kemur og fram að norskir neytendur eru nú síður viljugir til þess að taka lán til þess að fjármagna neyslu eins og t.d. kaup á bílum og spara nú meira en áður.