Dönsku ferðaskrifstofurnar Atlantis Resjer og Dansk Folkeferie hafa ákveðið að hætta í leiguflugsviðskiptum við Sterling Airlines, segir í frétt danska viðskiptablaðsins Börsen.

FL Group samþykkti að kaupa Sterling af eignarhaldsfélaginu Fons fyrir 15 milljarða króna í fyrra.

Í frétt Börsen segir að fyrirtækin telji þjónustu Sterling í leiguflugi hafa hrakað verulega og að það sé ástæðan fyrir því að hætta viðskiptunum.

Sterling missti nýlega viðskiptin við Star Tours, sem er ein af stærstu ferðaskrifstofum Danmerkur.