Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,5% í 1,8 milljarða króna viðskiptum í dag. Þriðjungur veltunnar var með hlutabréf Marel sem hækkuðu um 0,35%.

Einungis tvö önnur félög hækkuðu í viðskiptum dagsins á aðalmarkaði. VÍS um 0,54% og Iceland Seafood um 1,5%.

Næst mesta veltan var með bréf Íslandsbanka sem lækkuðu mest allra félaga, eða um 1,7% í 260 milljóna viðskiptum. Gengi Íslandsbanka stendur nú í 125 krónum á hlut.

Þrettán félög á aðalmarkaði lækkuðu í viðskiptum dagsins. Gengi Síldarvinnslunnar lækkaði um 1,7%, Brim um 1,65% og Rieta um 1,07%.

Þá lækkaði Nova um rúmlega 1% og stendur gengi bréfa félagsins í 3,82 krónum.

Hlutabréfaverð Nova er nú 25% undir útboðsgenginu í almennu hlutafjárútboði félagsins í síðasta mánuði.