Notendur iPhone, iPad og iPod Touch geta frá og með deginum í dag uppfært stýrikerfi sín úr iOS 8 í iOS 9. Uppfærslan á að auka stöðugleika stýrikerfisins og auka rafhlöðuendingu á snjalltækjum Apple.

Apple hefur endurbætt nokkur af innbyggðu smáforritunum, auk þess sem breytingar hafa verið á Apple Maps forritinu. Þá hefur talgervill Apple, Siri, fengið yfirhalningu.

Á Macrumors.com er að finna ítarlega yfirferð á öllum breytingum sem fylgja uppfærslunni. Á vefsíðunni Einstein.is er að finna nokkur heilræði til þeirra sem eru að íhuga að uppfæra stýrikerfið.