Ný vefsíða, Sjálfsalinn.is, á að leiða saman kaupendur og seljandur bíla og annarra farartækja án milli liða. Í tilkynningu segir að á vefsíðunni gefist seljendum farartækja kostur á að auglýsa gegn föstu mánaðargjaldi sem tryggi að auglýstir bílar eru raunverulega til sölu og upplýsingar eru ávallt nýjar.

Í tilkynningunni er haft eftir Gunnari Gunnarssyni, annars stofnanda vefsins, að fyrir seljendur verði nóg að skrá fastanúmer ökutækis og að í kjölfarið sæki vefurinn allar grunnupplýsingar um farartækið í miðlægan gagnagrunn Samgöngustofu þannig að eigandi þurfi aðeins að bæta við upplýsingum á borð við aukabúnað, akstur og verð. Seljandi hafi ávallt aðgengi að auglýsingunni til að breyta upplýsingum á meðan hún er virk.

Kaupendur og seljendur munu sjá sjálfir um að ganga frá kaupsamningi og tilkynningu um eigendaskipti, en vefsíðan sé eingöngu vettvangur sem tengi þá saman. Því innheimtist engin sölulaun.