Heildarvelta á NASDAQ Iceland nam 14,210,002,127 krónum í dag og þar af námu viðskipti með skuldabréf rúmlega 12,8 milljörðum. Gengi úrvalsvísitölunnar OMXI8 hækkaði um 0,06% og endaði í 1,467.81. Aðalvísitala skuldabréfa stóð í stað.

Nýherji hækkaði mest á markaði í dag eða um 3,4%, í tveimur viðskiptum sem námu samtals 406,616 krónum. Eik hækkaði um 1,62%, Reitir um 1,38%, TM um 1,23%, HB Grandi um 0,97%, VÍS um 0,74%, Reginn um 0,68% og Fjarskipti hf um 0,51%. Gengi hlutabréfa Eimskipa og N1 stóð í stað en hlutabréf í Högum féllu um 0,94% og Sjóvá um 0,43%. Mest voru viðskipti með hlutabréf í N1, eða 10 viðskipti upp á rétt tæplega 414 milljónir króna.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,03% í dag og var lokagildi hennar 130,979. Skuldabréfavísitalan hækkaði um 0,01% og var lokagildi hennar 272,404 stig. Loks hækkaði hlutabréfavísitalan um 0,10% og endaði í 304,461.