*

laugardagur, 14. desember 2019
Fólk 29. júlí 2019 11:20

Nýir forstöðumenn hjá Verði

Unnur Ósk Björnsdóttir, Ingvar Örn Einarsson og Heiða Óskarsdóttir hafa öll tekið við nýjum hlutverkum forstöðumanna hjá Verði.

Ritstjórn

Unnur Ósk Björnsdóttir, Ingvar Örn Einarsson og Heiða Óskarsdóttir hafa öll tekið við nýjum hlutverkum forstöðumanna hjá Verði tryggingum. Unnur tekur við forstöðu líftrygginga, Ingvar Örn við forstöðu markaðs- og þróunarmála og Heiða við forstöðu tjóna.

Unnur Ósk er hjúkrunarfræðingur að mennt. Hún starfaði við ýmis störf tengd hjúkrun á árunum 1996-2007 en hóf störf hjá Verði árið 2007. Unnur hefur starfað við áhættumat persónutrygginga en hin síðari ár tekið að sé stjórnendahlutverk í meira mæli.

Ingvar Örn er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað hjá Verði frá árinu 2007. Á þeim tíma hefur hann sinnt ýmsum störfum tengdum þjónustu og markaðsmálum en í seinni tíð verið í forsvari fyrir markaðsmál félagsins.

Heiða er lögfræðingur að mennt með héraðsdómslögmannsréttindi frá árinu 2006. Hún starfaði við lögfræðileg störf hjá skattstjóranum í Reykjavík árin 2000-2004 og í framhaldi hjá Sjóvá sem lögfræðingur á tjónasviði til ársins 2007. Heiða hóf störf hjá Verði árið 2007, fyrst við almenn lögfræðistörf innan tjóna en í seinni tíð sinnt stjórnendahlutverki innan persónutjóna.