Jóhanna Reynisdóttir hefur tekið við stöðu útibússtjóra Arion banka í Hafnarfirði og þá hefur Hrönn Júlíusdóttir verið ráðin útibússtjóri Arion banka í Mosfellsbæ.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Jóhanna Reynisdóttir, útibússtjóri Arion banka í Hafnafirði.
Jóhanna Reynisdóttir, útibússtjóri Arion banka í Hafnafirði.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Jóhanna Reynisdóttir

Jóhanna hefur undanfarið gegnt starfi aðstoðarútibússtjóra sama útibús. Jóhanna starfaði áður sem útibússtjóri bankans í Reykjanesbæ en það útibú var sameinað útibúinu í Hafnarfirði á árinu 2009.

Jóhanna tekur við starfi útibússtjóra af Rúnari Gíslasyni en Rúnar hefur nú störf á viðskiptabankasviði Arion banka í Borgartúni.

Hrönn Júlíusdóttir, útibússtjóri Arion banka í Mosfellsbæ.
Hrönn Júlíusdóttir, útibússtjóri Arion banka í Mosfellsbæ.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hrönn Júlíusdóttir

Hrönn hefur undanfarið gegnt starfi aðstoðarútibússtjóra í Garðabæ. Hrönn hefur starfað í útibúi bankans í Garðabæ sem fyrirtækjaráðgjafi og aðstoðarútibússtjóri um árabil en Hrönn hóf störf hjá forverum bankans árið 1985.

Hrönn tekur við starfi útibússtjóra af Ragnari Erni Steinarssyni sem tekur við nýrri stöðu sameiginlegs viðskiptastjóra útibúa bankans í Garðabæ, Mosfellsbæ og Hafnarfirði með aðsetur í Garðabæ. Ragnar verður jafnframt aðstoðarútibússtjóri í Garðabæ.