Snorri H. Jóhannesson, bóndi og björgunarsveitarmaður frá Augastöðum í Borgarfirði, tók í dag við fyrstu Símaskránni 2013 úr hendi Margrétar Lenu Kristensen, líffræðinema, við hátíðlega athöfn í tækjamiðstöð Björgunarsveitarinnar OK í Reykholti í Borgarfirði í dag. Þetta er 108. árið sem Símaskráin kemur út en sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1905.

Sjálfboðaliðastarf Slysavarnafélagsins Landsbjargar er þema Símaskrárinnar en á forsíðu hennar og inni í henni eru sagðar reynslusögur og þakkir landsmanna sem hafa notið góðs af starfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þar sendir líffræðineminn Margrét Lena jafnframt kveðjur sem er letruð á forsíðuna. Þar segir: „Gott að vita af þeim ef ég fer aftur sem háseti á sjó“

Símaskráin nú er 1.512 blaðsíður í einu bindi og er hún prentuð í 100 þúsund eintökum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)