Jóhann Sigurjónsson viðskiptafræðingur mun taka við sem fjármálastjóri fasteignafélagsins Regins 1. mars á næsta ári. Hann tekur við af Önnur Sif Jónsdóttur, sem greint var frá í gær að ætli að hætta. Hún mun taka við sem innri endurskoðandi MP banka.

Fram kemur í tilkynningu frá Reginn að Jóhann hefur síðan 2010 verið fjármálastjóri Eignarhaldsfélagsins Smáralind, sem er ein af meginstoðum samstæðu Regins samhliða því sem hann hefur starfað á fjármálasviði Regins. Jóhann þekkir því vel til innviða og starfsemi Regins.

Hann var áður fjármálastjóri og regluvörður HB Granda á árunum 2002 til 2010 en þar áður vann hann hjá Íslandsbanka, Glitni, Pharmaco og sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ.