Sigurður Ólason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fiskiðnaðarseturs hjá Marel. Sigurður hefur áður starfað fyrir Marel en frá árinu 2001 til 2006 starfaði hann þar í vöruþróun.

Undanfarin sex ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og tengdum félögum. Sigurður er með MBA gráðu frá Brisbane Graduate School of Business og B.Sc gráðu í bæði tölvunarfræði og véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.