Nýr ritstjóri Tímarits lögfræðinga hefur verið ráðinn. Það er Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við Lagadeild Háskóla Íslands. Núverandi ritstjóri er Róbert Spanó, prófessor við Háskóla Íslands.

„Róbert Spanó klárar eitt hefti, sem kemur út á næstu dögum væntanlega,“ segir Eyrún Ingadóttir, framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands. Eftir það muni Hafsteinn taka við. Tímaritið kemur út fjórum sinnum á ári.

Eyrún segir að starf ritstjóra sé launað. „Ritstjóri fær ákveðna þóknun fyrir hvert hefti. Það er ekkert óréttlát og ekki þannig séð hátt,“ segir Eyrún. Hún segir óhætt að fullyrða að Tímarit lögfræðinga sé virtasta tímarit lögfræðinga sem kemur út á Íslandi.