Lífeyrissjóðir settu nýtt met í sjóðfélagalánum í ágúst og lánuðu sjóðfélögum sínum 8,5 milljarða. Á fyrstu 8 mánuðum ársins hafa þeir lánað 54,2 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabankans.

Af þeim 54,2 milljörðum sem lánaðir hafa verið til sjóðfélaga hafa 40,5 milljarðar verið verðtryggð lán og 13,7 milljarðar í óverðtryggð. Lánin eru tryggð með veði í fasteignum.

Í Viðskiptamogganum eru útlán sjóðanna á fyrstu mánuðum ársins 2016 borin saman við sama tímabil árið 2015 og þar kemur í ljós að algjör sprengin hafi orðið í þessari útlánastarfsemi. Sjóðirnir lánuðu 9,7 milljarði yfir tímabilið í fyrra, eða einungis 18% af því sem lánað hefur verið lánað út í ár.

Ekki víst að þetta sé komið til að vera

Haft er eftir Ólafi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Stafa lífeyrissjóða, í Viðskiptamogganum að þetta sé jákvætt skref og segir dæmi um það að lífeyrissjóðirnir hafi þurft að fjölga starfsfólki vegna aukinnar útlánastarfsemi. Þó vill Ólafur ekki slá því föstu að útlánaaukningin sé komin til að vera.

Hann bendir á að í heildina hafi tilkynntum viðskiptum á fasteignamarkaði hafi fjölgað og verð á fasteignamarkaði hafi hækkað. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2016 höfðu sjóðirnir afgreitt 3.472 ný sjóðsfélagalán miðað við 983 lán árið áður.