Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, hélt stýrivöxtum óbreyttum í 0,5% á vaxtaákvörðunarfundi í dag. Ekki hefur verið gerð breyting á stýrivöxtum í landinu í næstu þrjú ár. Þegar þeir voru keyrðir hratt niður í kreppunni höfðu þeir ekki verið lægri síðan á sautjándu öld.

Bankinn ætlar að leggja lóð sitt á vogarskálarnar í þeim efnahagsþrengingum sem Bretland er að krafla sig í gegnum með kaupum á eignum banka og fjármálafyrirtækja upp á 275 milljarða punda með það fyrir augum að auka lausafé í sjóðum bankanna og hleypa lífi í lánveitingar.

Mervin King, bankastjóri Englandsbanka.
Mervin King, bankastjóri Englandsbanka.
© AFP (AFP)